29.10.2011 20:30
Fimm af átta börnum Binna í Gröf
Í dag var haldið upp á það að yngsta barn hjónanna Katrínar Sigurðardóttur og Benónýs Friðrikssonar,( Binna í Gröf ), Svanhildur, varð í gær sextug. Af því tilefni tók Helga Katrín dóttir mín þessa mynd, en ég tengist þessari fjölskyldu þannig að við Svanhildur vorum í hjúskap í 27 ár, er Svanhldur því móðir Helgu Katrínar og Halldórs Guðmundssonar, stjúpsonar míns.
Á myndinni eru systkinin 5, en þrjú systkini þeirra eru látin.
F.v.: Sigurður Benónýsson hárgreiðslumeistari, Svanhildur Benónýsdóttir, Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir fyrrverandi útgerðarmaður, Benóný Benónýsson, útgerðarmaður og Friðrik Benónýsson fyrrverandi útgerðarmaður © mynd Helga Katrín Emilsdóttir, 29. okt. 2011
Sjöfn Kolbrún og eiginmaður hennar Gísli Sigmarsson gerðu síðast út Katrínu VE 47, Benóný gerir núna út Portland VE 97 og Friðrik gerði síðast út Binna í Gröf VE 38
