27.10.2011 18:00

Salka GK 79, dregin til Njarðvikur og tekin í slipp

Hér kemur löng myndasyrpa sem sýnir það þegar 2310. Hannes Þ. Hafstein, dregur 1438. Sölku GK 79 til Njarðvíkur og eins þegar báturinn er tekinn í slipp. Þá sést líka á myndum í syrpunni 7647. Þorsteinn.
Annars gengu málin þannig fyrir sig að lagt var að stað úr Sandgerði um kl. 7 í morgun og komið til Njarðvíkur á níunda tímanum. Báturinn var síðan kominn það mikið upp i slippinn að hægt var að skoða gatið nánar, á tólfta tímanum.
Er búist við að niðurstaðan um framhald bátsins komi í ljós á morgun.


















            Þegar hér er komið sögu, er báturinn kominn inn í Njarðvikurhöfn, og næst sjáum við tvær myndir sem teknar eru við slippbryggjuna og síðan mynd af bátnum uppi í slipp og gatinu, sem áður hafa verið birtar myndir af, teknar þá neðan sjávar. Þeir bátar sem komið hafa hér við sögu eru 1438. Salka GK 79, 2310. Hannes Þ. Hafstein og 7647. Þorsteinn. Maðurinn sem sést hefur framan á Sölku er Sigurður Stefánsson eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar sem annaðist björgun bátsins og flutning hans í slipp. Þá sjást hér fyrir neðan tveir af starfmönnum Sigurðar, þeir Guðmundur Ólafsson og Bragi Snær, en því miður veit ég ekki nöfn björgunarsveitarmannana sem eru á Hannesi Þ, Hafstein og Þorsteini










                    © myndir Emil Páll, í morgun, 27. okt. 2011