24.10.2011 16:40
Salka GK 79: Bátnum snúið á hina hliðina
Kafarar á vegum Köfunarþjónustu Sigurðar snéru í dag Sölku GK yfir á hina hliðina þar sem hún lá á gatinu í Sandgerðishöfn. Var það gert svo hægt væri að setja fyrir það. Síðan tók ég myndir af því þegar kafarar fóru niður og settu fyrir gatið og er með myndir teknar í gegn um sjónvarpstæki í stjórnbíl Köfunarþjónustunnar, er sýna gatið, þær koma í næstu færslu hér á eftir.
Hér er búið að leggja bátinn á hina hliðina
Sigurður Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar, á vettvangi í dag
© myndir Emil Páll, 24. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
