24.10.2011 09:30
Hröð slipptaka
Í síðustu viku sannaðist slagorð Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í auglýsingunni hér á síðunni, hvað varðar hraða slippstöku með gullvagninum.´Á miðvikudag var hafnsögubáturinn Auðunn tekinn upp og sjósettur aftur á föstudag, sem segir að aðeins tveir heilir dagar hafi farið í slippveruna, en báturinn var þrifinn og málaður að nýju á þessum tíma.
Áður hef ég birt myndir af því þegar báturinn var tekinn upp, en hér birti ég myndir sem Skipasmíðastöðin hefur sent frá sér er hann fór í sjó að nýju á föstudag.

2043. Auðunn, í gullvagninum á leið til sjávar á föstudag

Hér rennur hann í sjó © myndir Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Áður hef ég birt myndir af því þegar báturinn var tekinn upp, en hér birti ég myndir sem Skipasmíðastöðin hefur sent frá sér er hann fór í sjó að nýju á föstudag.
2043. Auðunn, í gullvagninum á leið til sjávar á föstudag
Hér rennur hann í sjó © myndir Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Skrifað af Emil Páli
