23.10.2011 20:30

Arnar KE 260 / Njörður KÓ 7

Þótt ótrúlegt sé, er það mjög algengt að spurt sé hver þessi eða hinn báturinn sé. Sú spurning er ekki ótrúleg, heldur hitt þegar spurt er um báta sem búið er að birta hér söguna í máli og myndum oft, kannski 3 - 4 sinnum á síðustu 2-3 árum. Einn þessara báta er sá sem sökk í Sandgerði í dag og hét þá og hefur heitið þvi nafni í 2 ár, þ.e. Salka GK 79 og oft verið um hann fjallað hér á síðunni.

Mun ég endurtaka sögu bátsins í máli og myndum fljótlega, en birti hér tvær myndir frá mér af honum og tvær til viðbótar vegna fyrirspurnar sem kom í dag og Sigurbrandur sendi mér af því tilefni. - En eins og fyrr segir kemur sagan öll eitthvað síðar.


                   1438. Njörður KÓ 7, að koma til Keflavíkur í okt 2009 © mynd Emil Páll




                   1438. Njörður KÓ 7, í Kópavogi í maí 2007 © myndir Sigurbrandur


                          1438. Arnar KE 260, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1988