23.10.2011 15:30
Salka GK 79 kafsigld nú rétt áðan
Fyrir rúmri klukkustund varð það óhapp að Rán GK 91, sigldi á Sölku GK 79 í Sandgerðishöfn með þeim afleiðingum að Salka steinsökk, heppni var að hann tæki ekki með sér Ástu GK 262 sem hann lá utan á, en hann rann undir hann og var Ástunni þegar bjargað af nærstöddum.
Hér eru myndir sem ég tók núna áðan svo og eldri mynd af Sölku GK. Sá bátur hefur legið í Sandgerðis alllengi og var kominn í eigu banka.
Þetta er það eina sem sést af Sölku GK 79, í Sandgerðishöfn
1921. Rán GK 91, í Sandgerði í dag
1231. Ásta GK 262, eftir að búið var að draga hana frá hinum sökkvandi báti 1231, Ásta GK 262. 1921. Rán GK 91 og 1438. Salka GK 79, í Sandgerði rétt fyrir kl. 15 í dag
1438. Salka GK 79, árið 2009 © myndir Emil Páll
