19.10.2011 19:30

Stór skrokkur á flakki

Á sínum tíma þegar mikill bruni var að mig minnir utan við Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði, stórskemmdist stór plastbátur sem var í framleiðslu. Síðan þá var skrokkurinn illa brunninn seldur suður með sjó og þaðan vestur á firði. Skrokkurinn var hinsvegar fluttur fljótt eftir að hafa verið seldur suður með sjó, fluttur í Innri - Njarðvík. Þar hefur hann verið þar til nú nýlega að húsnæði það sem skrokkurinn var seldur, var flutt og nú upp á gamla Varnarliðssvæðið á Ásbrú og þar er hann. Í upphafi var rætt um að stórt bátaframleiðslufyrirtæki á Suðurnesjum myndi endurbyggja skrokkinn og gera að bát, en ekkert varð af því. Síðan þá hefur skrokkurinn verið auglýstur til sölu, nú nýlega.




                    Brunaskrokkurinn, á Ásbrú í dag © myndir Emil Páll, 19. okt. 2011