19.10.2011 19:00
Skemmtibát breytt í fiskiskip
Skemmtibátur, sem mest hefur verið notaður sem sýningabátur hér á landi undanfarin ár, er nú verið að breyta í opinn fiskibát. Búið er að skera húsið ofan af og síðan verður báturinn tekinn inn í hús hjá Bláfelli á Ásbrú, þar sem breytingarnar fara fram.


Skrokkur bátsins sem er af Víkings-gerð, eftir að búið er að skera húsið ofan af. Hús það sem sést á efri myndinni, er bátnum óviðkomandi © mynd Emil Páll, 19. okt. 2011
Skrokkur bátsins sem er af Víkings-gerð, eftir að búið er að skera húsið ofan af. Hús það sem sést á efri myndinni, er bátnum óviðkomandi © mynd Emil Páll, 19. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
