19.10.2011 17:30
Álftafell ÁR 100: Síðasta slippferðin?
Þeir eru örugglega fáir, sem trúa því að þessi bátur eigi eftir að fara aftur niður úr slippnum og þá til veiða. Í dag var hann, þ.e. Álftafell ÁR 100, tekinn upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en eins og sást á myndum í síðustu færslu er trúlega þó nokkuð síðan hann var síðast tekinn í slipp. Hvað um það, þeir í slippnum virðast miðað við það hvar hann er settur, að þeir hafi líka litla trú á að gert verði við hann og hann sjósettur aftur tilbúinn til veiða. Frekar er hann þar staðsettur sem auðvelt er að brjóta hann niður, þ.e. í því horni gamla slippsins sem lítið sem ekkert hefur verið notað undanfarin ár.



1195. Álftafell ÁR 100, í slippnum í Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 19. okt. 2011
1195. Álftafell ÁR 100, í slippnum í Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 19. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
