18.10.2011 11:11

Eiríkur Böðvarsson kaupir Röstina GK 120

Eiríkur Böðvarsson, útgerðarmaður hefur fest kaup á Röstinni GK 120 og er báturinn nú í söluskoðun, auk þess sem verið er að gera hann haffærann, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Til að forðast misskilning vegna umræðna, er rétt að geta þess að Eiríkur stendur einn að kaupunum.


                   923. Röstin GK 120, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 10. okt. 2011