17.10.2011 23:00

Skúmur GK 22 / Valanes T-285-T

Hér kemur systurskip Blika EA 12, en sá er að ég best veit líka enn til, en eins og hinn erlendis.


             1872. Skúmur GK 22, þessi við bryggjuna í Grindavík © mynd í eigu Bókasafns Grindavíkur, ljósm.. Kristinn Benediktsson

 1872. Skúmur GK 22 © mynd Snorrason

          Valanes T-285-T ex 1872. Skúmur GK 22 o.fl., í Båtsfjord © mynd Shipspotting, frode adolfsen, 11. júní 2003

Smíðanúmer 225 hjá Lunde Varv och Verksteds A/B, Ramvik, Svíþjóð 1987, og hannað hjá Polar Konsult A/S. Skipið var smíðað sem skutogari með yfirbyggingu miðskips og sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Afhent í des. 1987 og kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987. Seldur til Noregs í des. 1996 og síðan til Argentínu 2004.

Nöfn: Skúmur GK 22, Skúmur ÍS 322, Geiri Péturs ÞH 344, Valanes T-1-K, Valanes T-285-T og núverandi nafn: Argenova X