16.10.2011 16:45
Skvetta SK 7, á Rifi
Í gegn um árin, hef ég haldið mjög upp á gömlu 11 tonna Bátalónsbátanna og gert allt sem ég gæti til að fylgjast með þeim, a.m.k. þessum tveimur sem enn eru óbreyttir og enn eru með haffærisskírteini. En það eru Gunnar Sigurðsson ÍS 13 ex Magnús KE 46 og Skvetta SK 7. Þriðji báturinn úr þessum hópi, er breyttur þ.e. orðinn frambyggður og sá er Glófaxi II VE og að auki veit ég um þrjá aðra sem ekki hafa haffæri, þ,e. á Patreksfirði, Fáskrúðsfirði og Skotlandi. Nú vill svo skemmtilega til að annar þessara óbreyttu sem hefur haffærisskírteinu er á leið til veiða ef svo má segja, því eins og ég sagði frá í gær fór hann úr Grófinni áleiðis til Bildudals í fyrrinótt en snéri við vegna veðurs. Er hann snéri sér í gærkvöldi var tækifærið notað og farið aftur á stað og í morgun sigldu þeir inn í Rifshöfn á Snæfellsnesi og því má segja að þeir séu hálfnaðir til þeirra hafnar sem báturinn verður gerður út a.m.k. í vetur, þ.e Bíldudals. Endurbirti ég nú tvær af þeim myndum sem teknar voru í fyrri nótt af bátunum þegar hann lagði af stað þá, frá Grófinni í Keflavík


1428. Skvetta SK 7, leggur á stað frá Grófinni, til Bildudals í fyrrinótt © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. okt. 2011
1428. Skvetta SK 7, leggur á stað frá Grófinni, til Bildudals í fyrrinótt © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
