15.10.2011 13:30

Snéri við á leiðinni vestur

Í morgun birti ég næturmyndir af Skvettu SK 7 teknar í Gróifnni í Keflavík. Á þeirri síðustu sem ég birti nú aftur sést að báturinn er á leið út úr Grófinni um kl.3 í nótt. Förinni var heitið til Bildudals, þaðan sem báturinn verður gerður út. Er komið var um 8 mílur norður af Garðskaga, var hinsvegar snúið við, þar sem veðrir var að vesna aftur, þó það væri ekki orðið neitt slæmt. Gárungarnir spá síðan í það hversvegna ekki var haldið áfram t.d. á Rif, þar sem siglt var á lensi og veðrið ekki orðið svo slæmt.
Komið var aftur í Grófina um kl. 7 í morgun.


       1428. Skvetta SK 7, siglir út úr Grófinni um kl. 3 í nótt © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. okt. 2011