12.10.2011 15:00

Bro Glory í vari á Stakksfirði

Í hádeginu í dag mátti sjá stundum móta fyrir skipi sem var í vari út af Vatnsnesi í Keflavík, við nánari athugun kom í ljós að þetta er tankskipið Bro Glory, en þar sem særokið er svo mikið er nánast útilokað að taka mynd af skipinu, sem ýmist er á Stakksfirði, Leirusjó eða annarstaðar hér í Flóanum.

Birti ég því mynd af þessu hollenska skipi, sem ég fann á MarineTraffic


                              Bro Glory © mynd MarineTraffic, VHF-ONLINE.DK