11.10.2011 20:00

Korri á skrá sem Ingibjörg

Þó MarineTraffic, eigi að fara með réttar staðreyndir er svo ekki alltaf, a.m.k. ekki í dæminu sem ég birti nú.  Þegar plastbáturinn sem fékk við skráningu nafnið 2818. Korri KÓ 8, var í smíðum gekk hann undir vinnuheitinu Ingibjörg. Það nafn festist svo við hann að þegar staðsetningakerfið var sett í bátinn kom aðeins nafnið Ingibjörg, en ekki Korri. Fyrst fattaði ég ekki hvernig stóð á að Ingibjörg væri upp í Ásbrú, en þá var verið að prufa tækið í Korra. Síðan þegar báturinn var sjósettur í Grófinni var það Ingibjörg en ekki Korri og eins er siglt var yfir til Kópavogs þar sem báturinn er nú. Nú hefur verið birt mynd af bátnum á MarineTraffic og er hún af 2818. Korra KÓ 8, en í upplýsingum um bátinn stendur 2818. Ingibjörg. Hér birti ég þá mynd sem birtist á Marine Traffic og er frá sjósetningu Korra í Grófinni, Keflavík 10. sept. 2011


      2818. Korri KÓ 8, sjósett í Grófinni, 10. sept. 2011, en hvergi er minnst á Korra nafnið  varðandi bátinn, heldur aðeins 2818. Ingibjörg, hjá þeim á MarineTraffic. eins og sést hér fyrir neðan.

INGIBJORG


Upplýsingar um skip

Skipsgerð: Fishing
Lengd x Breidd: 10 m X 2 m
Skráður hraði (Mesti / Meðal): 22.1 / 12.2 knots
Fáni: Iceland [IS] 
Kallmerki: 2818
IMO: 0, MMSI: 251839470

Á þessu sést að 2818. sé Ingibjörg, en ekki Korri KÓ 8, eins og það er í raun. Skipið hefur aldrei borið annað nafn, en Korri, enda rétt mánuður síðan báturinn var sjósettur í fyrsta sinn.