Gámaflutningaskipið er 47.000 tonn að stærð og siglir undir fána Líberíu. Reuters Yfirvöld á Nýja-Sjálandi segja að mikil olía hafi lekið úr gámaflutningaskipi sem strandaði á rifi skammt frá landinu í miklu óveðri sl. miðvikudag. Siglingastofnun Nýja-Sjálands segir að á bilinu 130 til 350 tonn af olíu hafi lekið úr gámaflutningaskipinu Rena sem hafi orðið fyrir miklum skemmdum í nótt að staðartíma. Skipstjórnendur hafa sent frá sér neyðarkall og er unnið að því að koma björgunarmönnum til aðstoðar sem hafa unnið í skipinu, en mikill öldugangur er á svæðinu og hefur það gert mönnum erfitt fyrir. Talsmaður nýsjálensku siglingastofnunarinnar segir að neyðarkallið hafi verið sent í varúðarskyni til að tryggja það að nálæg skip komi til að aðstoða við að sækja fólkið. Um fimm metra háar öldur skullu á skipið í nótt sem færðist úr stað. Talsmaðurinn segir hins vegar að skipið virðist vera nokkuð stöðugt á rifinu. Hann bendir á að aðstæður séu sífellt að breytast og að veðrið hafi verið vont. Menn vilji hins vegar tryggja það að koma mönnum örugglega frá borði."/>

11.10.2011 05:30

Mikil olía lekið úr gámaflutningaskipi

mbl.is:

Gámaflutningaskipið er 47.000 tonn að stærð og siglir undir fána Líberíu. stækka Gámaflutningaskipið er 47.000 tonn að stærð og siglir undir fána Líberíu. Reuters

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi segja að mikil olía hafi lekið úr gámaflutningaskipi sem strandaði á rifi skammt frá landinu í miklu óveðri sl. miðvikudag.

Siglingastofnun Nýja-Sjálands segir að á bilinu 130 til 350 tonn af olíu hafi lekið úr gámaflutningaskipinu Rena sem hafi orðið fyrir miklum skemmdum í nótt að staðartíma.

Skipstjórnendur hafa sent frá sér neyðarkall og er unnið að því að koma björgunarmönnum til aðstoðar sem hafa unnið í skipinu, en mikill öldugangur er á svæðinu og hefur það gert mönnum erfitt fyrir. Talsmaður nýsjálensku siglingastofnunarinnar segir að neyðarkallið hafi verið sent í varúðarskyni til að tryggja það að nálæg skip komi til að aðstoða við að sækja fólkið.

Um fimm metra háar öldur skullu á skipið í nótt sem færðist úr stað. Talsmaðurinn segir hins vegar að skipið virðist vera nokkuð stöðugt á rifinu. Hann bendir á að aðstæður séu sífellt að breytast og að veðrið hafi verið vont. Menn vilji hins vegar tryggja það að koma mönnum örugglega frá borði.