09.10.2011 14:00
Plastbátasmiðja tekin til starfa á Bíldudal
Lítil plastbátasmiðja hefur tekið til starfa á Bíldudag og er búið að taka fyrsta bátinn til endurbóta. Það er M/B Anna BA sem er í eigum Jóns Pósts Halldórssonar en póstflutningar hafa stóraukist svo það var ekkert annað en að ráðast í endurbætur á bátnum.

Hér búið að taka bátinn í sundur. Ekki er búið að ákveða hvenær verklok eru eða hvenær næsti bátur verður tekin og hvort það verði endursmíði eða nýsmíði. En sá sem sér um breytingarnar er BMM-útgerð, þeir félagar Björn Magnús Magnússon og Jón Hákon Ágústsson.
© myndir Jón Páll Jakobsson, 7. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
