07.10.2011 16:00

Erling KE 140

Báturinn var sjósettur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag eftir mikla yfirhalningu og birti ég hér lítið sýnishorn af syrpu sem ég tók af bátnum við sjósetninguna og eins er hann var að hringsóla á Stakksfirðinum, trúlega að prufa eitthvað. Löng syrpa birtist síðan af bátnum á miðnætti.


     233. Erling KE 140, við sjósetningu í dag, eftir mikla yfirhalningu í Skipasmíðastöð Njarðvikur




                                      233. Erling KE 140 og fjallið Keilir


      233. Erling KE 140, á Stakksfirði í dag, Vogastapi í baksýn - Meira á miðnætti
                                    © myndir Emil Páll, 7. okt. 2011