07.10.2011 09:32
Meira um strand Axels í nótt
7.10.2011 08:40:08
Skip fast á sandrifi í Sandgerðishöfn

Örn KE 14 að gera sig kláran í að toga Axel á meðan Hannes Þ. ýtir á bakborðshlið á Axel
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út kl.02.40 vegna flutningaskipsins Axel sem tók niður á sandrifi í höfninni í Sandgerði.
Fór Hannes Þ. út ásamt björgunarbátnum Þorsteini frá Sigurvon í Sandgerði til aðstoðar og var einnig búið að hafa samband við skipstjórann á dragnótarbátnum Erni KE 14 sem ræsti út áhöfn sína til að aðstoða við að koma Axel af strandstað.
Björgunarbáturinn Þorsteinn var fyrstur á staðinn og var þá stefnan á Axel í VNV og þurfti að snúa honum í norður til að ná honum í rennu til að sigla út. Dragnótarbáturinn Örn kom fljótlega á staðinn og hóf áhöfnin strax vinnu við að rétta stefnu á Axel svo hægt væri að sigla út. Fljótlega náði skipstjórinn á Erni að rétta Axel af og kom Hannes Þ. Hafstein og var reynt að freista þess að Hannes myndi ýta á hlið Axels á með Örn myndi toga að framan.
Eftir eins og hálftíma aðgerð byrjaði Axel loks að hreyfast og losnaði hann af sandrifinu og náði að sigla úr höfninni í Sandgerði.
Mun Axel sigla til hafnar í Helguvík þar sem botn skipsins verður skoðaður.

Örn KE 14 gerir tilraun við að toga Axel
Gsm myndir: Almar Viktor Þórólfsson
