07.10.2011 09:00
Axel strandaði í Sandgerði
Íslenska flutningaskipið Axel, sem skráð er í Færeyjum, tók niðri á sandrifi þegar það var á leið frá Sandgerðishöfn um klukkan tvö í nótt.
Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein og dragnótarbáturinn Örn KE 14, drógu skipið á flot og var það laust um klukkan fjögur. Sigldi það undir eigin vélarafli til Helguvíkur þar sem kafari hefur verið að skoða skipið og athuga hverjar eða hvort skemmdir hafi orðið á því. Síðan er ef skemmdir eru, það mál tryggingafélagsins hvort laga þarf skemmdirnar áður en siglt er áfram, en skipið er fulllestað.
Axel, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 7. okt. 2011
