06.10.2011 23:00

Steypireyðar við Grindavík

grindavik.is:

Steypireyðar við Grindavík 

Á vef hvalaskoðunarbátsins Eldingar kemur fram að í gær fór Elding með farþega sína til Grindavíkur þar sem aðstæður í Faxaflóa hafa ekki verið þær bestu upp á síðkastið. "Okkur til mikillar ánægju var ferðin algjörlega frábær og mikið líf er fyrir utan Grindavík núna. Í ferðinni í gær sáust tvær steypireyðar mjög nálægt bátnum, auk höfrunga og hnísa. Blástrar frá fleiri stórhvelum sáust einnig í fjarlægð," segir á heimasíðu Eldingar.

"Við munum halda áfram að sigla frá Grindavík næstu 2-3 daga eða á meðan aðstæður eru hagstæðar til siglinga þaðan. Þegar við siglum frá Grindavík lengist heildartími ferðarinnar sem nemur akstrinum fram og tilbaka. Verðið er áfram það sama og okkur finnst þessi auka tíma alveg þess virði :) Brottför er kl 13:00 frá miðasölu Eldingar við Gömlu höfnina í Reykjavík," " sagði jafnframt.