06.10.2011 19:00
Biðröð á Neskaupstað í dag
Skömmu eftir hádegi er Bjarni Guðmundsson tók þessar myndir á Neskaupstað var biðröð í höfnina. Kristina EA var að landa frosnu og Beitir NK að landa í Fiskiðjuverið. Börkur NK beið eftir löndun í Fiskiðjuverið. Hav Sund kom í dag að lesta mjöl og Björgvin EA var að landa ísfiski. Úti á firði biðu Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA eftir bryggjuplássi í löndun og Green Ice beið eftir plássi til að lesta frosið. Við ytri bæjarbryggjuna beið Reina eftir að komast inn í höfn að lesta frosið. Á morgun er væntanlegt 143 metra langt skip að lesta frosnar afurðir.

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2407. Hákon EA 148, biðu úti á firði

Reina

Green Ice, beið eftir bryggjuplássi

Hav Sand

Hav Sand

2730. Beitir NK 123 og 1937. Björgvin EA 311

2662. Kristína EA 410 og 1293. Börkur NK 122

1937. Björgvin EA 311

Hav Sund og 1293. Börkur NK 122 © myndir Bjarni G., á Neskaupstað 6. okt. 2011
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2407. Hákon EA 148, biðu úti á firði
Reina
Green Ice, beið eftir bryggjuplássi
Hav Sand
Hav Sand
2730. Beitir NK 123 og 1937. Björgvin EA 311
2662. Kristína EA 410 og 1293. Börkur NK 122
1937. Björgvin EA 311
Hav Sund og 1293. Börkur NK 122 © myndir Bjarni G., á Neskaupstað 6. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
