05.10.2011 22:53
Stálu björgunarbúnaði af bryggjunni
Mynd: Björgvin Sigurjónsson með Björgvinsbelti í höndunum, svipað og því sem stolið var. (Eyjafrettir.is)
Svokölluðu Björgvinsbelti sem er björgunarbúnaður og notaður til að bjarga mönnum úr sjó, var stolið af bryggjunni á Suðurgarði milli kl. 19:30 og 20:30 síðastliðið laugardagskvöld. Á öryggismyndavélum sést að þarna voru unglingar á ferð og er þeirra nú leitað. Málið er litið grafalvarlegum augum enda geta skapast þær aðstæður að björgunarbúnaður af þessu tagi skipti sköpum við björgun þegar einhver fellur í höfnina. Þeir sem tóku björgunarbúnaðinn eru hvattir til þess að skila honum aftur á sinn stað.
Fleiri spellvirki voru unnin á bryggjunum því unglingarnir skildu eftir sig veggjakrot. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir á fyrrnefndum tíma eru beðnir að hafa samband við hafnarstjóra eða lögreglu.
