04.10.2011 00:00

Hanstholm í Danmörku fyrir nokkrum árum

Fyrir nokkrum árum eyddi  Jón Páll Jakobsson tveimur sumrum sem sjómaður í fiskibænum Hanstholm í Danmörku og þaðan er þessi myndasyrpa, en Jón Páll er bæði sögumaður og myndasmiðurinn.


                    Hér sjáum við Evu koma en á þessum var ég á netum


   Hér sést aftan á Evu. Þetta var svona hefðbundinn danskur kútter vel varin fyrir Norðursjónum en Norðursjórinn er eitt leiðinlegasta svæði sem ég hef verið til sjós á alltaf vindur og leiðinda sjólag.

   Löndun úr Evu. Lyftarinn var með litla bómu og svo voru kassarnir hífðir upp einn og einn í einu.


   Hér kemur fyrsti kassinn upp, þarna vorum við að veiða kulmule ( veit ekki hvað hann heitir á Íslensku) hann var seldur til Spánar og var mjög gott verð á honum en núna hefur verið lækkað mjög mikið vegna efnahagsástandsins á Spáni.


     Löndun lokið og ekkert annað en að færa bátinn og krakkarnir komnir um borð vilja fá smá siglingu. Þessar stíur sem þið sjáið þarna settum við öll netin við vorum með mikið að netum man ekki hvað mörg en þau voru einhver hundruð.


    Hér sjáum við kannski of vel kulmula kominn á markaðinn í Hasntholm og var bíða eftir uppboði.

     Hér sjáum við Sandvik HM-123. Þessi var nú smíðaður á Akureyri hét held ég upphaflega Tjaldanes. En þennan gerði Jónatan Hallgrímsson út frá Hanstholm, held hann sé hættur og fluttur heim. Hann átti einnig þennan fyrir innan Sandvik hann hét Stromsvik.


   Hér sjáum við netabátinn Mechalan þessi brann svo seinna en mannbjörg varð. Keyptu svo annan gamlann togbát sem þeir breyttu til netaveiða.


   Hér sjáum við gamla Vestbank þetta er danskur rækjubátur, það eru feðgar sem eiga Vestbank og þegar þessi mynd var tekin voru þeir að bíða eftir nýsmíði sem er löngu komin í notkun í dag. Eru allt árið á rækju.

 
     Dauðadeildin í Hanstholm fyrir nokkrum árum veit ekki hvernig staðan er á þessu í dag.


        Þessi er sænskur og er með beitingavél og gekk mjög vel á þennan alveg ótrúlegt ekki bátur upp á marga fiska, en það réru færeyingjar með svíanum og kom það fyrir að fresta varð brottför vegna björdrykkju skipstjóra og áhafnar.
         

                                             © myndir og texti Jón Páll Jakobsson