03.10.2011 20:50

Innsiglingarbaugja slitnaði upp

skessuhorn.is

Skessuhorn, 3. október 2011

Innsiglingarbauja úti af Suðurflös á Akranesi slitnaði upp í óveðrinu sem gekk yfir vestanvert landið sl. föstudagskvöld. Lóðsbátur frá Faxaflóahöfnum dró baujuna til hafnar um helgina. Landhelgisgæslan sendi tilkynningu til sjófarenda vegna þessa. Að sögn gæslumanna á þetta ekki að koma að sök fyrir þá sem eru kunnugir staðháttum við innsiglungu og í Akraneshöfn. Þá segir að sett verði upp ný bauju og henni komið fyrir á réttum stað en það mun taka einhvern tíma.