03.10.2011 20:21

Ruglingurinn um Gillu, Mjóeyri og heita pottinn

Sæll Emil ég sé á færslunni kl 18.20 mynd af bát sem er notaður sem heitur pottur þetta er Gilla sami báturinn og hefur verið á hinum myndunum á Mjóeyri svo sá ég að það var einhver ruglingur með Mjóeyrina en menn rugla stundum saman Mjóeyrarhöfn við Álverið og Mjóeyri sem stendur rétt utan við Eskifjarðabæ kv Bjarni G 

Birti ég því þær þrjár myndir sem birts hafa og hafa valdið viðkomandi ruglingi, sem nú ætti að vera úr sögunni, með þessum orðum Bjarna G.






       Hið rétta er samkvæmt því sem Bjarni G. segir hér fyrir ofan, þá eru allar þessar þrjár myndir af sama bátnum. Gillu, sem breytt hefur verið í heitan pott og er staðsettur á Mjóeyri við Eskifjörð