01.10.2011 16:00

Sæúlfur GK 137 lengdur

Í hádeginu í dag kom flutningafyrirtækið Jón & Margeir í Grindavík með bát úr Vogum, til lengingar hjá Sólplasti í Sandgerði. Báturinn er sömu gerðar og bátur sá sem ég sagði frá í nótt og fór í gær frá Sólplasti eftir m.a. lengingu. Mun hann því líta svipað út því lengingin er sú sama, eini útlitsmunurinn er sá að ekki verða settir síðustokkar á þennan. Hér kemur myndasyrpa sem ég tók er báturinn kom til Sólplasts í dag.


















           6821. Sæúlfur GK 137, á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 1. okt. 2011