29.09.2011 16:40
Von HU 2 - merkilegur bátur í upphafi
Þessi bátur hét í upphafi Vonin GK 352 og sem slíkur komst hann í sögulegar heimildir. Hann og Júlíus GK 348 voru fyrstu vél - og þilfarsbátarnir á Suðurnesjum og þar með þessi um leið á Vatnsleysuströnd, en hann var smíðaður í Reykjavík 1908 fyrir Vogamenn. Júlíus var aftur á móti smíðaður í Danmörku fyrir Keflvíkinga. Þá fór svo að Vonin GK 352 var fyrsti báturinn í langri útgerðarsögu Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum í Garði.
Von HU 2
Smíðaður í Reykjavík 1908 af Otta Guðmundssyni og sjósettur í lok ársins 1908
Vonin GK 352 og Júlíus GK 348 voru fyrstu þilfarsbátarnir á Suðurnesjum. Vonin var því um leið fyrsti slíki báturinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Útgerð hans hófst veturinn 1909.
Þá var Vonin GK 352 fyrsti báturinn í langri útgerðarsögu Guðmundar Jónssonar, á Rafnkelsstöðum í Garði.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 15. okt. 1948 og rifinn.
Nöfn: Vonin GK 352, Vonin RE 63, Ásmundur Einarsson GK 352, aftur Vonin GK 352, Von ST 22 og Von HU 2
Von HU 2
Smíðaður í Reykjavík 1908 af Otta Guðmundssyni og sjósettur í lok ársins 1908
Vonin GK 352 og Júlíus GK 348 voru fyrstu þilfarsbátarnir á Suðurnesjum. Vonin var því um leið fyrsti slíki báturinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Útgerð hans hófst veturinn 1909.
Þá var Vonin GK 352 fyrsti báturinn í langri útgerðarsögu Guðmundar Jónssonar, á Rafnkelsstöðum í Garði.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 15. okt. 1948 og rifinn.
Nöfn: Vonin GK 352, Vonin RE 63, Ásmundur Einarsson GK 352, aftur Vonin GK 352, Von ST 22 og Von HU 2
Skrifað af Emil Páli
