29.09.2011 00:00

Gerpir NK 106 / Júpiter RE 161 / Júpiter ÞH 61 / Suðurey VE 12

Hér kemur einn af gömlu togurunum sem breytt var í nótaveiðskip og gerður út sem slíkur í þó nokkurn tíma

                          130. Gerpir NK 106 © mynd Shipspotting, Holger Jaschop


            130. Gerpir NK 106 © mynd Snorrason


          130. Júpiter RE 161, við togarabryggjuna í Reykjavík © mynd Pétur B. Snæland 1968


               130. Júpiter RE 161 © mynd Pétur B. Snæland 1967-68


                      130. Júpiter RE 161 © mynd Snorrason


   Bátapallurinn á Júpiter RE 161 © mynd Pétur B.
                      Snæland 1967 - 68


         Séð fram dekkið á Júpiter RE 161 © mynd Pétur B. Snæland, 1967-68


      Hér sjáum við aftur eftir Júpiter RE 161, á árunum 1967 - 68 © mynd Pétur B. Snæland


     Júpiter RE 161, í mokafla út af Austfjörðum 1967 - 1968 © mynd Pétur B. Snæland


        Júpiter RE 161, í dokkinni í Hull, 1967-1968 © mynd Pétur B. Snæland


                        130. Júpiter RE 161 © mynd Snorrason


               130. Júpiter RE 161 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 22. mars 1988


                  130. Júpiter RE 161 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 13. feb. 1989


                   130. Júpiter ÞH 61 © mynd Snorrason


    130. Júpiter ÞH 61, drekkhlaðinn á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson 1995


                        130. Júpiter ÞH 61 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is


                                130. Júpiter ÞH 61 © mynd Svafar Gestsson


                      130. Júpiter ÞH 61, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason


                            130. Suðurey VE 12 © mynd Þorgeir Baldursson


               130. Suðurey VE 12, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 17. júní 2005


          130. Suðurey VE 12, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, í mars 2006

Smíðanúmer 819 hjá Ag Werk Seebeck Ltd, Bremerhaven, Vestur-Þýskalandi 1957 sem botnvörpungur (síðutogari). Kom nýr til Neskaupstaðar 16. janúar 1957.

Breytt úr botnvörpungi (síðutogara) í fiskiskip og þá aðallega nótaskip 1979. 

Hrólfur Gunnarsson eigandi skipsins ætlaði sér að flytja með það til Keflavíkur 1982 og gerði það út þaðan vetrarvertíðina og var skipið þá stærsta togskip sem gert hefur verið út frá Suðurnesjum.

Miklar breytingarnar s.s. dýpkun nótakassa, komið fyrir nótaleggjara, íbúðum breytt og skipt um innréttingar, skipt um skut o.fl. hjá Slippstöðinni á Akureyri sumarið 2002, en áður en verkinu lauk var ákveðið að fresta hluta þeirra.

Er nýr Júpiter var keyptur til Þórshafnar var þessum Júpiter lagt þ.e. í október 2004 og þar til í jan 2005 að hann var gerður út sem loðnuflutningaskip fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Eftir loðnuflutningana átti að selja skipið í brotajárn til Danmerkur, en þar sem ástand skipsins var svo gott var hætt við það. Var því ákveðið að ljúka breytingum  og endurbæta skipið í Skipalyftunni, Vestmannaeyjum sumarið 2005.

Seldur til Esbjerg í Danmörku í brotajárn í mars 2008.

Nöfn: Gerpir NK 106, Júpiter RE 161, Júpiter ÞH 61, Suðurey VE 12, Bjarnarey VE 25 og Bjarnarey VE 21.