28.09.2011 17:30
Verður leyfð rækjuveiði í Arnarfirði? Dröfn væntanleg á næstu dögum
Dröfn RE-35 er væntanleg í Arnarfjörðina á næstunni að rannsaka hvort það verði leyft að veiða Arnarfjarðarrækju á þessu fiskveiðiári, má segja að menn bíði spenntir. Set inn hérna myndir teknar á síðustu vertíð.
Ýmir BA- 32 að fara undirbúa að kasta trollinu í Geirþjófsfirði í janúar á þessu ári.
Ekki farið að birta en þarna vorum við en á siglingu og ekki búnir að láta trollið fara hjá okkur.
Nokkru seinna byrjaðir að toga.
Á toginu
Þarna kemur hann er að beygja eiithvað út í fjörðinn fram af Ósi
Og hér kemur hann svo nálægt okkur þegar hann mætir okkur.
Enginn á dekki en það sést glitta á skipstjórann sitja í stólnum og kíkja út um gluggann.
Já svo verðum við allavega að vona það besta með rannsóknina og það verði leyfð rækja. Andri BA-101 er allavega klár í slaginn svo auðvita ef enginn verði rækjan þá verður hann flottur í bryggjunni nýmálaður og flottur ferðamönnum til yndisauka á komandi mánuðum.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, sjá: tengil á síðu hans hér til hliðar
