28.09.2011 12:36

Breytingum á Litlatindi lokið

Hjá Sólplasti í Sandgerði er lokið miklum breytingum og lagfæringum á bátnum. Hann var lengdur, settir á hann síðustokkar, nýjar innréttingar að hluta og fleira. Verður báturinn fluttur austur síðar í dag eða einhvern næstu daga.


       6662. Litlitindur SU 508, hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 28. sept. 2011