27.09.2011 12:00

Fljótt gert við í Grófinni

Eins og sagt var frá fyrir skemmstu, varð að loka innsta hluta Grófarinnar, þar sem ein bryggjan hafði losnað. Í morgun mætti Köfunarþjónusta Sigurðar á staðinn og kom þá í ljós að aðeins hafði einn lás losnað og því var fljótlegt að gera við.
Hér sjáum við hafnsögubátinn Auðinn í Grófinni, en þar sem fjaraði á meðan unnið var við verkið með aðstoð hans, komst hann ekki út aftur fyrr en flæðir á ný síðar í dag.


                      2043. Auðunn, í Grófinni í morgun © mynd Emil Páll, 27. sept. 2011