27.09.2011 00:00
Skvetta SK 7, fer til Bíldudals
Bátalónsbáturinn Skvetta SK 7, var sjósett í dag ( gær, að er víst komið miðnætti og því nýr dagur) og liggur það ljóst fyrir að Hólmsgrímur Sigvaldason hefur tekið bátinn á leigu og mun gera hann út. Gert verður út frá Bíldudal, en Hólmgrímur verður þar með aðstöðu og skipstjóri verður Þorgils Þorgilsson. Hér birtist löng syrpa sem ég tók í dag af Skvettu svo og tvær myndir af sömu mönnunum, en nánar um þá undir viðkomandi myndum.

1428. Skvetta SK 7, tilbúinn til sjósetningar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

,,Gullvagninn" bakkar með bátinn í átt til sjávar

Þarna sést að mennirnir sem spurt var um eru að fylgjast með sjósetningu bátsins og er annar að taka myndir á gsm-síma sinn. Þegar seinni myndin birtist af þeim verður hinum tveimur spurningunum svarað.


Þegar hér var komið sögu, gerðist það sem gerist með trébáta þegar þeir hafa staðið lengi uppi á landi að þeir sprynga allir og fara að leka. Á tímabili var lekinn það mikill að menn voru jafnvel að spá í að taka hann upp aftur, en þá fór hann að þétta sig aftur og því var haldið áfram við sjósetninguna

Hér er hann allur kominn á flot

Þá er ekkert annað að gera en að bakka út

Þá er stefnan tekinn inn í Njarðvíkurhöfn





Hér er komið inn í höfnina og því slegið af. Svo skemmtilega vill til að í baksýn eru tveir aðrir bátar sem Hólmgrímur gerir út þ.e. 363. Maron GK 522 og 2101. Sægrímur GK 525 og allir eru þeir rauðir

Hér á að leggja bátinn utan á Álftafellið

Á síðustu stundu var þó hætt við það og stefnan tekin þvert yfir höfnina og ákveðið að leggja á sama stað og bátar Hólmgríms eru



Hér kemur 1428. Skvetta SK 7 að bryggju og til hliðar sést enn einn úr sömu útgerð, þ.e. 89. Grímsnes GK 555

F.v. Skipstjóri bátsins, Þorgils Þorgilsson og eigandi Skvettu, Þorgrímur Ómar Tavsen © myndir Emil Páll, 26. sept. 2011
1428. Skvetta SK 7, tilbúinn til sjósetningar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag
,,Gullvagninn" bakkar með bátinn í átt til sjávar
Þarna sést að mennirnir sem spurt var um eru að fylgjast með sjósetningu bátsins og er annar að taka myndir á gsm-síma sinn. Þegar seinni myndin birtist af þeim verður hinum tveimur spurningunum svarað.
Þegar hér var komið sögu, gerðist það sem gerist með trébáta þegar þeir hafa staðið lengi uppi á landi að þeir sprynga allir og fara að leka. Á tímabili var lekinn það mikill að menn voru jafnvel að spá í að taka hann upp aftur, en þá fór hann að þétta sig aftur og því var haldið áfram við sjósetninguna
Hér er hann allur kominn á flot
Þá er ekkert annað að gera en að bakka út
Þá er stefnan tekinn inn í Njarðvíkurhöfn
Hér er komið inn í höfnina og því slegið af. Svo skemmtilega vill til að í baksýn eru tveir aðrir bátar sem Hólmgrímur gerir út þ.e. 363. Maron GK 522 og 2101. Sægrímur GK 525 og allir eru þeir rauðir
Hér á að leggja bátinn utan á Álftafellið
Á síðustu stundu var þó hætt við það og stefnan tekin þvert yfir höfnina og ákveðið að leggja á sama stað og bátar Hólmgríms eru
Hér kemur 1428. Skvetta SK 7 að bryggju og til hliðar sést enn einn úr sömu útgerð, þ.e. 89. Grímsnes GK 555
F.v. Skipstjóri bátsins, Þorgils Þorgilsson og eigandi Skvettu, Þorgrímur Ómar Tavsen © myndir Emil Páll, 26. sept. 2011
Skrifað af Emil Páli
