26.09.2011 11:30
Ísafold aftur orðin íslensk
Eins og margir muna var Ísafoldin seld á sínum tíma til Grænhöfðaeyja og átti skipið að draga með sér þangað Tony ex Moby Dick, en nú er ljóst að þau áform eru úr sögunni, því eigandinn sem áður átti Ísafoldina hérlendis er aftur orðinn eigandi skipsins og um Tony var fjallað hér í færslunni á undan þessari.

2777. Ísafold, í Vogum 26. maí sl. En skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn síðan það var tekið upp í gamla Drafnarslippinn og málað í sumar © mynd Emil Páll
2777. Ísafold, í Vogum 26. maí sl. En skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn síðan það var tekið upp í gamla Drafnarslippinn og málað í sumar © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
