26.09.2011 11:10
Tony og Fjóla ekki á leið í pottinn
Sá saga hefur fengið vængi og meira segja borist inn á einhverjar skipasíður um að Tony sem áður hét Moby Dick og Fjóla KE sem áður hét Steinunn Finnbogadóttur væru á leið í pottinn og ætti Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú bæði skipin. Eina rétta í þessu er eins og áður hefur komið fram hér á síðunni að Skipasmíðastöðin á Fjólu, en allt annað í þessari sögu er rangt. Það staðfesti Stefán Sigurðsson hjá Skipasmíðastöðinni við mig í morgun. Hvorki Fjóla né Tony eru á leið í pottinn og Tony er enn í eigu aðilans sem keypti hann á Grænhöfðaeyjum.
Sagði Stefán að margir aðilar bæði í ferðaþjónustu og eins til að varðveita Tony sem upphaflega var Fagranesið, vildu jafnvel eiganst skipið, en framtíð þess er enn óráðin og málefni þess væri í höndum lögmanna.

46. Tony ex Moby Dick, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
Sagði Stefán að margir aðilar bæði í ferðaþjónustu og eins til að varðveita Tony sem upphaflega var Fagranesið, vildu jafnvel eiganst skipið, en framtíð þess er enn óráðin og málefni þess væri í höndum lögmanna.
46. Tony ex Moby Dick, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 26. sept. 2011
Skrifað af Emil Páli
