25.09.2011 18:00
Newfoundland Lynx - hálf íslenskur
Togari þessi er að hluta til íslenskur, eins og fram kemur hér fyrir neðan myndirnar. En bæði er um að ræða myndir af honum í slippnum í Reykjavík núna og eins aðrar myndir af honum áður en hann fékk þennan lit, sem gerist vegna tengingar við hið islenska fyrirtæki.

Newfoundland Lynx © mynd Shipspotting, Barry Dawing, 1. sept 2009

Newfoundland Lynx © myns Shipspotting, Dean Porter

Newfoundland Lynx, ( sá græni) í slippnum í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2011

Newfoundland Lynx, í slippnum í Reykjavík © mynd Markús Karl Valsson, 23. sept. 2011
Smíðanúmer 198 hjá Örskov Christensens Staalskipwærft A/S, Fredriskhavn Danmörku, 2004, en skrokkurinn var smíðaður hjá Stoczola Marynarki Wojennej SA, Gdynia Póllandi,
Skipið var upphaflega smíðað fyrir aðila í Murmansk, Rússlandi, en sá gat ekki fjarmagnað smíðina svo Kandadíska fyrirtækið gekk inn í smíðina og kom togarinn í fyrsta sinn til ST. John' s 5. okt. 2004.
Nú í september 2011, var togarinn málaður í Vísis-litinn, í Slippnum í Reykjavík, en þar eru einmitt tengslin. Í desember 2007, keypti Vísir hf. í Grindavík og kanadískt fyrirtæki, sjávarútvegsþátt annars fyrirtækis í Kanada og fylgdi þar með þessi togari með í kaupunum. Jafnframt keypti Vísir góðan hlut í kanadíska samstarfsfyrirtækinu og jafnframt tók Vísir að sér að annast nánast allan rekstur beggja kanadísku fyrirtækjanna. Sjálfsagt hefur hlutur Vísis eitthvað aukist enn meira, fyrst skipin eru nú máluð Vísis-litnum. En hið sameinaða fyrirtæki á þó nokkra togara í Kanada og stunda þeir margir hverjir rækju- og grálúðaveiðar.
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Newfoundland Lynx
Newfoundland Lynx © mynd Shipspotting, Barry Dawing, 1. sept 2009
Newfoundland Lynx © myns Shipspotting, Dean Porter
Newfoundland Lynx, ( sá græni) í slippnum í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2011
Newfoundland Lynx, í slippnum í Reykjavík © mynd Markús Karl Valsson, 23. sept. 2011
Smíðanúmer 198 hjá Örskov Christensens Staalskipwærft A/S, Fredriskhavn Danmörku, 2004, en skrokkurinn var smíðaður hjá Stoczola Marynarki Wojennej SA, Gdynia Póllandi,
Skipið var upphaflega smíðað fyrir aðila í Murmansk, Rússlandi, en sá gat ekki fjarmagnað smíðina svo Kandadíska fyrirtækið gekk inn í smíðina og kom togarinn í fyrsta sinn til ST. John' s 5. okt. 2004.
Nú í september 2011, var togarinn málaður í Vísis-litinn, í Slippnum í Reykjavík, en þar eru einmitt tengslin. Í desember 2007, keypti Vísir hf. í Grindavík og kanadískt fyrirtæki, sjávarútvegsþátt annars fyrirtækis í Kanada og fylgdi þar með þessi togari með í kaupunum. Jafnframt keypti Vísir góðan hlut í kanadíska samstarfsfyrirtækinu og jafnframt tók Vísir að sér að annast nánast allan rekstur beggja kanadísku fyrirtækjanna. Sjálfsagt hefur hlutur Vísis eitthvað aukist enn meira, fyrst skipin eru nú máluð Vísis-litnum. En hið sameinaða fyrirtæki á þó nokkra togara í Kanada og stunda þeir margir hverjir rækju- og grálúðaveiðar.
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Newfoundland Lynx
Skrifað af Emil Páli
