25.09.2011 13:00
Þorbjörn GK 540
Eins og ég sagði í morgun eftir að komið var nafnið á hina fimm bátanna sem voru í innsiglingunni til Grindavíkur, vantaði nafnið á þann sjötta sem var á innleið. Ljóst var að sá var einn af þessum vestur-þýsk smíðuðu eikarbátum, en í Grindavík og Keflavík voru 5 bátar með slíku húsi eins og þarna sást, þ.e. Þorbjörn, Þórkatla, Þorsteinn Gíslason, Jón Guðmundsson og Hilmir. ´- Þóroddur Sævar Guðlaugsson benti mér á áður en ég taldi upp þessa báta að þetta væri 914. Þorbjörn GK 540 og ef maður skoðar vel myndina tel ég það öruggt, því skipaskrárnúmerið sem sést í þoku er mjög líkt 914.
- Þakka ég Þóroddi Sævari, því fyrir -

914. Þorbjörn GK 540, á leið inn innsiglinguna til Grindavíkur © mynd Púki Vestfjörð
- Þakka ég Þóroddi Sævari, því fyrir -
914. Þorbjörn GK 540, á leið inn innsiglinguna til Grindavíkur © mynd Púki Vestfjörð
Skrifað af Emil Páli
