24.09.2011 14:31

Grófin: Fingur á ferð?

Er bátur kom að einum af bryggju-fingrunum í Grófinni í Keflavík fyrir helgi urðu menn varir við að hún var eitthvað laus frá bólinu. Var því gripið til þess ráðs að loka hluta af höfninni eins og sést á þessum myndum, auk þess sem einn bátur var sérstaklega styrktur. Þetta er þó frekar gert í öryggisskini, en strax eftir helgina verður gert við. Ekki er þó talið að um alvarlega bilun sé að ræða frekar að lás eða hlekkur hafi gefið sig.




                Þessar myndir sýna lokunina á innsta hluta hafnarinnar í Grófinni


     Landfestar í  2477. Vin GK 96 voru sérstaklega styrktar vegna þessa © myndir Emil Páll, 24. sept. 2011