21.09.2011 14:05

Óþekkt skip

Mynd þessi er tekin með miklum aðdrætti frá Vatnsnesi í Keflavík og virðist skipið vera á leið á höfuðborgarsvæðið og nýbúið af fara fram hjá Garðskaga. Samkvæmt AIS á ekkert skip að vera þarna og samkvæmt Eskju gæti Sóley verið þarna. Ekki er þetta Sóley, gæti frekar verið Axel, en er bara alls ekki viss.


      Óþekkt flutningaskip á ferð © mynd Emil Páll, á öðrum tímanum í dag, 21. sept. 2011

              Kl. 14.33 kom í ljós að til Hafnarfjarðar var að koma Silver Ocean og líkist það skipinu allverulega og birti ég því hér fyrir neðan tvær myndir af því skipi af MarineTraffic




                   Silver Ocean © myndir MarineTraffic, Peter Beentjes