20.09.2011 22:18
46 kvótalausir ætla að róa
Samtökin sendu sjávarútvegsráðuneytinu erindi vegna málsins fyrr í mánuðinum en því hefur ekki verið svarað. Guðmundur Svavarsson, smábátasjómaður, sem landaði sínum kvótalausa afla í Kópavogi í dag sagði í samtali við Síðdegisútvarpið að tilgangur mótmælanna væri skýr. Í fyrsta lagi að minna ríkisstjórnina á loforð sem hún gaf fyrir kosningar um frjálsar handfæraveiðar. Þetta væru svik.
Eftirlitsmaður frá Fiskistofu mætti niður að Kópavogshöfn og um þau samskipti hafði Guðmundur þetta að segja. Fiskistofa vilji að smábátasjómenn leigi kvóta af LÍU. Eftirlitsmaður hafi sakað hann um að vera stela fiski af LÍÚ.
Að minnsta kosti þrír sjómenn lönduðu aafla án þess að hafa til þess kvóta í dag. Birgir Haukdal sjómaður í Sandgerði er einn þeirra. Hann veiddi aðeins tæp þrjátíu kíló af Ufsa. Hann tilkynnti Fiskistofu ætlun sína í gær:
,,Ég fór í gær og sótti mitt veiðileyfi og greiddi fyrir það og tilkynnti þeim það að ég myndi hefja veiðar frá og með deginum í dag og halda áfram, án kvóta".
Birgir segir að samkvæmt lögum um fiskveiðar þá sé heimilt að stunda veiðar svo fremi sem bátur hafi almennt veiðileyfi.
Samtök íslenskra fiskimanna segja í tilkynningu í dag að í lögunum sé ekki gerð krafa um aflamark og þau gagnrýna að ráðuneyti hafi ekki svarað bréfi þeirra. Samtökin segjast munu stefna stjórnvöldum fyrir dóm verði skip sem veiða kvótalaust svipt veiðileyfum. Birgir gagnrýnir að lítið hafi orðið úr efndum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar:

