20.09.2011 16:47

Sóttu vélavana bát út af Garðskaga

vf.is:



Fréttir | 20. september 2011 | 16:01:48
Sóttu vélarvana bát út af Garðskaga

Björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út eftir hádegið í dag til að sækja vélarvana bát út af Garðskaga. Björgunarsveitin fór á björgunarbátnum Gunnjóni á vettvang, þar sem dráttartógi var komið í þann vélarvana. Hann var svo dreginn til Sandgerðis.

Vel gekk að koma bátnum til hafnar og voru bátarnir í höfn í Sandgerði um kl. 15 í dag.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bátarnir komu til hafnar.


                                               © myndir og texti: vf.is