19.09.2011 15:39
75 ár frá strandi franska rannsóknarskipsins Pourpuis Pas?

Það komu góðir gestir frá Frakklandi í dag í Fræðasetrið, en tilefnið var að 16. september voru 75 ár liðin frá því að Franska rannsóknaskipið Pourpuoi pas ? fórst við Mýrar í Borgafirði og allir fórust nema einn maður.
Frú Anne-Marie Vallin-Charcot sem er barnabarn hins fræga dr. Jean-Bapitste Charcot sem var leiðangursstjóri í hinni örlagaríku ferð 16. september 1936, fór fyrir hóp úr hollvinafélagi Charcot í Frakklandi sem komu færandi hendi. Í för með þeim var Dr Oliver Garandeau sem er virtur læknir og portrait málari í Frakklandi og færði hann sýningunni Heimskautinn Heilla stórt portrait olíumálverk af dr Charcot, málverkið er 165x 123 cm.


Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is
