19.09.2011 15:39

75 ár frá strandi franska rannsóknarskipsins Pourpuis Pas?

Lífið í Sandgerði - 245.is:


Það komu góðir gestir frá Frakklandi í dag í Fræðasetrið, en tilefnið var að 16. september voru 75 ár liðin frá því að Franska rannsóknaskipið Pourpuoi pas ? fórst við Mýrar í Borgafirði og allir fórust nema einn maður.

Frú Anne-Marie Vallin-Charcot sem er barnabarn hins fræga dr. Jean-Bapitste Charcot sem var leiðangursstjóri í hinni örlagaríku ferð 16. september 1936, fór fyrir hóp úr hollvinafélagi Charcot í Frakklandi sem komu færandi hendi. Í för með þeim var Dr Oliver Garandeau sem er virtur læknir og portrait málari í Frakklandi og færði hann sýningunni Heimskautinn Heilla stórt portrait olíumálverk af dr Charcot, málverkið er 165x 123 cm.

 
Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins tók við gjöfinni og flutti ávarp. Til máls tóku frú Anna-Marie Valllin Charcot sem oft hefur komið hingað og hún sagði að það væri eins og að koma heim á sýninguna.  Helgi Haraldsson formaður ferða- og menningaráðs þakkaði fyrir velvilja frakka, dr. Oliver Garandeau sagði frá listaverkinu en hann sérhæfir sig í að mála stórar portrait myndir.  Allir hinir frönsku gestir voru mjög ánægðir með heimsóknina.
 
Þess má geta að í gær var minningarathöfn í Landakotskirkju í Reykjavík um þá sem fórust og var málverkið af dr Charcot hengt upp í kirkjunni.
 
 

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is