18.09.2011 17:00
Mission complete. Andri BA-101 kominn heim
Af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar á Bíldudal, 17.9.2011 - sjá tengil hér til hliðar
Fyrir rúmri viku fórum við með Andra BA-101 (bryggjublómið) í slipp í Stykkishólm. Þar sem hann var þykktarmældur,bolskoðaður,öxuldreginn og málaður. Hann var svo tekinn út af Skipaskoðun Íslands og er kominn með kvaðalaust haffæri sem er auðvita fínt í bryggjuna á Bíldudal.

Hér komum við svo í morgun og eins og þið sjáið klikkar ekki veðrið á Bíldudal. Við lögðum af stað kl 2000 í gærkveldi frá Stykkishólmi og fengum gott veður alla leiðina og ferðin gekk bara vel. Í áhöfn voru undirritaður, Snæbjörn Árnason og Svanur Þór Jónsson
Sólin að koma upp og vogurinn spegilsléttur.
Hann lítur bara vel út hjá okkur svona nýmálaður og flott veður á Bíldudal en og aftur.

Og hér komum við inn í höfnina og breytingin á stýrinu virðist virka vel því það er allt annað stýra bátnum. En við stækkuðum stýrið og setum vinkil einnig vinkill aftan á það.
Svo er ekkert eftir nema setja hann á sinn stað og bíða hvort verða einhver verkefni fyrir hann það á eftir að koma í ljós.

Meirihlutinn af áhöfninni eftir velheppnaða heimsiglingu og eru þeir ánægðir að vera komnir í heimahöfn.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, Bíldudal
Skrifað af Emil Páli
