17.09.2011 13:48

Í brúnni á Páli Pálssyni ÍS

Góður lesandi síðunar kom með ábendingu um að þessi mynd væri ekki frá Ljósafellinu, heldur Páli Pálssyni ÍS. Nafngreinir hann mennina og birti ég það fyrir neðan myndina
                                        Þessi mynd er klárlega tekin um borð í Páli Pálssyni, því maðurinn með skeggið í ljósbláu skyrtunni (sem hvílir báða handleggi á siglingatækjaborði) er Guðmundur Óli Lyngmó vélstjóri á Ísafirði. Maðurinn í dökkbláu skyrtunni hægra megin á myndinni (sem hvílir annan handlegginn á sama tækjaborði) er Bernharð Överby, fv. skipstjóri á Páli Pálssyni. Ég þori svo að hengja mig, skjóta og skera uppá það að maðurinn í röndóttu skyrtunni  (milli Óla og Benna) er Addi Kitta Gauj, Guðjón Arnar Kristjánsson, þá skipstjóri á Páli.

          Svo mörg voru þau orð og sendi ég þeim sem benti á þetta, bestu þakkir fyrir