16.09.2011 19:00
Odra landaði rúmum 500 tonnum af grálúðu
Togarinn ODRA landar nýlega í Hafnarfirði rúmlega 500 tonnum af grálúðu, sem skipið fékk á Grænlandsmiðum. Odra var 53 daga í veiðiferðinni, en Odra fór frá Hafnarfirði 16. júlí síðasliðinn. Togarinn er frá vinabæ Hafnarfjarðar Cuxhaven og er frá fyrirtækinu Deutche FishFang Union, en DFFU, eins og nafn fyrirtækisins er gjarnan skrifað, er í eigu Samherja ehf. Odra hefur verið reglulegur gestur í Hafnarfjarðarhöfn og borið hingað verðmætan afla í hvert sinn. Að lokinni löndun og kaupum á annarri þjónustu hélt Odra aftur til veiða við Austur Grænland.

Odra kemur inn til Hafnarfjarðar © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar
Odra kemur inn til Hafnarfjarðar © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar
Skrifað af Emil Páli
