16.09.2011 18:00

Eitur í skelfiski úr Eyjafirði

Eitur í skelfiski úr Eyjafirði

Mynd: Shutterstock
Mynd: www.shutterstock.com.
Matvælastofnun varar sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði eftir að eitur mældist yfir viðmiðunarmörkum í sýnum sem nýlega voru tekin úr firðinum. Eiturefnin nefnast PSP og DSP.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar getur neysla á PSP eitruðum skelfiski valdið lömun í mönnum og neysla á DSP getur valdið kviðverkjum, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Eitrunareinkenni PSP koma fram 2-12 tímum eftir neyslu, en þau eru allt frá doða í munni til lömunar og geta leitt til dauða vegna öndunarlömunar. Einkenni DSP eitrunar koma fram fljótlega eftir neyslu skelfisksins og líða hjá innan nokkurra daga.

Mikið magn af eitruðum þörungum hefur mælst í Eyjafirði en hafa varla sést í Breiðafirði í sumar.


frettir@ruv.is