15.09.2011 00:00
Korri KÓ 8
Báturinn sem sjósettur var nýlega í Grófinni, fór til heimahafnar í Kópavogi, Um leið og hann kom út úr Grófinni fór hann nokkra hringi fyrir mig úti á Keflavíkinni svo ég gæti tekið af honum myndir á siglingu og hér kemur árangurinn.
Bátur þessi er af gerðinni Sómi 870 og er með 360 hestafla Volvo vél. Hann er framleiddur hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú.


















2818. Korri KÓ 8. Á fyrstu myndunum er hann að koma út úr Grófinni í Keflavík, síðan siglir hann þvers og kruss um Keflavíkina fyrir ljósmyndarann og að lokum tekur hann strikið til heimahafnar sinnar í Kópavogi. Maðurinn í dökku peysunni sem sést á nokkrum myndanna er sjálfur eigandinn en annar sigldi bátnum fyrir hann © myndir Emil Páll. 14. sept. 2011
Bátur þessi er af gerðinni Sómi 870 og er með 360 hestafla Volvo vél. Hann er framleiddur hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú.
2818. Korri KÓ 8. Á fyrstu myndunum er hann að koma út úr Grófinni í Keflavík, síðan siglir hann þvers og kruss um Keflavíkina fyrir ljósmyndarann og að lokum tekur hann strikið til heimahafnar sinnar í Kópavogi. Maðurinn í dökku peysunni sem sést á nokkrum myndanna er sjálfur eigandinn en annar sigldi bátnum fyrir hann © myndir Emil Páll. 14. sept. 2011
Skrifað af Emil Páli
