13.09.2011 08:30
Vörubíll hraðamældur af Siglingastofnun
bb.is
Fótur og fit varð uppi hjá Vaktstöð siglinga fyrr í sumar þegar menn sáu tvo báta frá Hvíldarkletti á hraðsiglingu langt inn í landi. Var þegar hringt í útgerðina til að athuga hvort bilun hefði orðið í búnaði þar sem bátarnir virtust vera á um fimmtíu sjómílna ferð á Steingrímsfjarðarheiði. Líklega er það einsdæmi að skipaeftirlit hraðamæli vörubíla á heiðum uppi. Ástæðan var þó einföld en Valdemar Jónsson hjá Græði sf. í Varmadal var að flytja bátana suður þar sem þeir voru í leigu í sumar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Eldingu í Reykjavík sem gerði tilraunir með að gera út litla báta fyrir sjóstangveiðimenn. Fyrirtækið á stærri báta til að fara með ferðafólk á og flytur um 60.000 farþega árlega í skoðunarferðir á sjó. Í bátum Hvíldarkletts er sjálfvirkur búnaður sem gefur stöðugt upp staðsetningu þeirra.
Snúið var aftur með bátana vestur á föstudag. Valdemar sagðist vona að hann vekti engum áhyggjur í þessari ferð þar sem hann lagði af stað vestur drekkhlaðinn bátum sem bíða nausts á Flateyri í vetur.
Frá þessu var greint á flateyri.is.

Bátar frá Hvíldakletti, hífðir á vörubíl í Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 9. sept. sl. © mynd flateyri,is
Fótur og fit varð uppi hjá Vaktstöð siglinga fyrr í sumar þegar menn sáu tvo báta frá Hvíldarkletti á hraðsiglingu langt inn í landi. Var þegar hringt í útgerðina til að athuga hvort bilun hefði orðið í búnaði þar sem bátarnir virtust vera á um fimmtíu sjómílna ferð á Steingrímsfjarðarheiði. Líklega er það einsdæmi að skipaeftirlit hraðamæli vörubíla á heiðum uppi. Ástæðan var þó einföld en Valdemar Jónsson hjá Græði sf. í Varmadal var að flytja bátana suður þar sem þeir voru í leigu í sumar hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Eldingu í Reykjavík sem gerði tilraunir með að gera út litla báta fyrir sjóstangveiðimenn. Fyrirtækið á stærri báta til að fara með ferðafólk á og flytur um 60.000 farþega árlega í skoðunarferðir á sjó. Í bátum Hvíldarkletts er sjálfvirkur búnaður sem gefur stöðugt upp staðsetningu þeirra.
Snúið var aftur með bátana vestur á föstudag. Valdemar sagðist vona að hann vekti engum áhyggjur í þessari ferð þar sem hann lagði af stað vestur drekkhlaðinn bátum sem bíða nausts á Flateyri í vetur.
Frá þessu var greint á flateyri.is.
Bátar frá Hvíldakletti, hífðir á vörubíl í Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 9. sept. sl. © mynd flateyri,is
Skrifað af Emil Páli
