12.09.2011 22:31
Þýskt rannsóknarskip í Ísafjarðardjúpi
bb.is:
Þýskt rannsóknaskip, Meteor, er nú statt undan Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi þar sem það leitaði skjóls vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er áhöfnin ekki að sinna rannsóknum á þessu svæði heldur bíður átekta eftir að veður lagist og þeir geti haldið áfram siglingu sinni. Um borð er alþjóðlegur hópur náttúruvísindamanna í ýmsum greinum en tilgangur rannsóknanna er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á útbreiðslu sjávarlífvera. Vegna legu sinnar og fleiri ástæðna er Ísland tilvalið til rannsóknanna en tekin verða sýni í kringum allt landið á ýmsu dýpi. Vísindamennirnir eru spenntir að sjá sýnatöku af sjávarseti vegna eldgosanna í fyrra og á þessu ári.

Þýska rannsóknarskipið Meteor © mynd af bb.is
Þýskt rannsóknaskip, Meteor, er nú statt undan Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi þar sem það leitaði skjóls vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er áhöfnin ekki að sinna rannsóknum á þessu svæði heldur bíður átekta eftir að veður lagist og þeir geti haldið áfram siglingu sinni. Um borð er alþjóðlegur hópur náttúruvísindamanna í ýmsum greinum en tilgangur rannsóknanna er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á útbreiðslu sjávarlífvera. Vegna legu sinnar og fleiri ástæðna er Ísland tilvalið til rannsóknanna en tekin verða sýni í kringum allt landið á ýmsu dýpi. Vísindamennirnir eru spenntir að sjá sýnatöku af sjávarseti vegna eldgosanna í fyrra og á þessu ári.
Þýska rannsóknarskipið Meteor © mynd af bb.is
Skrifað af Emil Páli
