11.09.2011 18:00
Haförn EA 155 / Gulltoppur HF 321 / Gulltoppur SH 174
537. Haförn EA 155 © mynd úr Ísland 1990
537. Gulltoppur HF 321 © mynd Snorrason
574. Gulltoppur SH 174 © mynd Snorrason
Smíðaður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri
Úreldur 17. mars 1995. Báturinn var seldur til Noregs eftir úreldnguna. Kaupandi var íslendingur í Noregi, sem búið hafði ytra í 12 ár. Gaf hann bátnum nafn tengdamóður sinnar, Oddbjörg, áður en hann hélt frá Njarðvík á bátnum. Á leið frá Vestmannaeyjum til Þórshafnar í Færeyjum undir norskum fána, varð báturinn vélarvana í stórsjó þann 28. sept. 1995 og var hann yfirgefinn 90 sm. út af Ingólfshöfða. Síðan sótti Varðskipið Týr bátinn og dró hann til Fáskrúðsfjarðar.
Nöfn: Haförn EA 155, Guðrún Jónsdóttir SI 155, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur HF 321, Gulltoppur SH 174, Toppur SH 174, Sæborg KE 75, Sæborg BA 77 og norska nafnið var Oddbjörg.
Skrifað af Emil Páli
